Magnaranum hefur verið haldið vel við og er hann í toppstandi. Skipt hefur verið um alla rafvökvaþétta sem er nauðsynlegt fyrir svona gamlan magnara. Ég tók upprunalegu prentplötuna úr magnaranum og setti í hann “turret-board” eins og var í gömlu mögnurunum. Á þessu bretti eru fyrsta flokks íhlutir (SoZo þéttar, Silver Mica þéttar og carbon film viðám). Ef magnarinn selst þá mun upprunalega prentplatan fylgja með og ef kaupandinn vill þá get ég sett upprunalegu plötuna aftur í.

Miðað við þróunina síðustu ár á verðgildi þessa magnara án efa eftir að aukast í framtíðinni. Verðið á JCM800 mögnurunum hefur þegar hækkað mikið og eru JMP magnararnir enn eldri og sjaldgæfari.

Þessi magnari er í miklu uppáhaldi hjá mér og er án efa besti Marshall magnari sem ég hef prófað. Ég ætlaði aldrei að selja hann en mig langar í fjölhæfari combo magnara og læt ég því Marshallinn fara ef ásættanlegt verð fæst fyrir hann.

Ég er á Ísafirði en ég verð í Reykjavík um næstu helgi.

Sjá myndir á http://kasmir.hugi.is/Leak

Öll tilboð yfir 99.999 kr. verða skoðuð.

Sendið skilaboð á huga eða á stefanfreyr@hotmail.com

Bætt við 12. febrúar 2007 - 10:09
Sjá álit á:

http://reviews.harmony-central.com/reviews/Guitar+Amp/product/Marshall/2203+JMP+MKII+Master+Volume+Lead/100/1