Sælir,

Ég er hérna með til sölu upprunalega Spider magnarann frá Line 6 sem er að mínu mati mun betri en allar týpurnar sem á eftir komu (kannski vegna þess að hann er einfaldastur og minnst digital). En þessi magnari er u.þ.b. 3 ára gamall en virkar samt ennþá eins og nýr.

Ég veit að þegar margir sjá Line 6 þá hugsa þeir strax: “drasl.” En það er bara alls ekki rétt. Line 6 hafa komið með fullt af skemmtilegum og frumlegum pælingum og eru frumkvöðlar í öllu sem tengist digital gítörum, mögnurum og effectum. Margt af því sem þeir gera er frábært og skemmst er að minnast Modeler boxunum sem þeir komu með á markað fyrir nokkrum árum síðan. Sjálfum á ég DL4 sem er delay pedallinn frá Line 6 og ég get án ef sagt að það sé einn allra, allra besti og mest notaði pedall sem ég hef átt. Annað af því sem mér finnst Line 6 hafa gert mjög vel er einmitt þessi Spider magnari.

Magnarinn er 100W, með tviemur 12 tommu keilum sem er meira en þið munið nokkurtíman þurfa. Inn í hann eru byggðir nokkrir digital effecter eins og t.d. tremolo, delay, chorus og flanger en einnig er á honum frábært reverb! Reverbið kom mér nefnilega mjög skemmtilega á óvart og er mun betra en það sem ég hef heyrt úr flest öllum reverb pedulum sem ég hef prufað. Á magnaranum eru síðan fjögur minni til að vista inn stillingar á magnaranum og digital effectunum þannig það er lítið mál að skipta á milli. Með magnaranum myndi fylgja FL4 floorboard sem er stompbox ætlað til að skipta á milli þessara fjögurra minna. Floorboardið er lítið sem ekkert notað og í fullkomnu ásigkomulagi alveg eins og magnarinn.

Hér er þá boðinn til sölu frábær byrjenda magnari sniðinn fyrir þá sem eru að koma sér af stað í gítarspili og mér fannst frábært að geta fiktað í þessum effectum þegar ég fékk þennan gítar og geta fengið aðeins meiri innsýn í þá effecta sem eru hvað vinsælastir.

Þessi magnari gæti farið ódýrt en ég skoða öll boð.

Magnarinn hefur verið notaður tölvuvert og eitthvað á tónleikum en virkar fullkomlega.

Frábær byrjendamagnari!

Hér eru einkunnirnar sem hann fær af Harmony-central.com :

Features 8.2 (73 responses)
Sound Quality 7.9 (75 responses)
Reliability 8.5 (55 responses)
Customer Support 6.2 (27 responses)
Overall Rating 7.7 (71 responses)

sem eins og þið sjáið er vel yfir meðallagi!

Takk kærlega,

Árni