Ég er að fara að kenna vinkonu minni á gítar. Hún er algjör byrjandi og vantar mig upplýsingar um góð og létt lög.
Sjálfur byrjaði ég á One og Nothing Else Matters með Metallica og fannst mér þau vera nokkuð erfið miðað við getu mína þá.

Það sem mig vantar eru einhver létt lög sem eru frá því að það væri hægt að læra þau á smástundu til nokkurns tíma.

Fyrir fram þakkir
moony23

Bætt við 9. janúar 2007 - 20:26
Það sem ég er að tala um á að vera Tab.