Sælir hugarar,

Ég stend smá magnarapælingum núna og hef verið að skoða combo lampa magnara. Verður helst að vera combo því ég þyrfti að öllum líkindum að flytja hann frekar oft á milli t.d. tónleikastaða ergo hann þyrfti að vera frekar léttur.

Ég hef verið að pæla í Peavey classic 30 eða 50 W .. en spurningin kannski aðallega sú: Eru 30 wött nóg til að nota á æfingum og á tónleikum eða eru 50 wött hugsanlega eina vitið? Ég spila alls ekki háværa tónlist og er með 100 W magnara núna sem ég nota aldrei meira en 1/3 af (1/3 af þá þeim hávaða sem hann gæti gefið frá sér)

Hér er linkur á myspace síðu hljómsveitarinnar minnar og þar eru dæmi um tónlistina sem við spilum:

www.myspace.com/rokkurro

Ráð væru vel þegin .. þá á milli 30 og 50 W eða jafnvel eitthvað allt annað .. þ.e. aðra magnara!

takk takk!