Já, um daginn voru það 6 strengja gítarar, í gær voru það 7 strengja en í dag erum við að tala um 8 strengja gítara!

Ibanez hefur staðfest það að þeir séu að fara að gefa út nýja RG týpu sem mun ganga undir nafninu RG-8 sem þýðir einfaldlega að hann hafi 8 strengi. Það eru ekki komin nein specs en það má víst ekki segja frá þeim fyrr en á NAMM sýningunni.

Ég býst við því að það sé bætt við lágum B streng og háum A streng. Gæti samt verið lágur B og lágur F#, hver veit… finnst hitt samt einhvernvegin líklegra.

Nánar um þetta hér:
http://ibanez.com/forum/forum_posts.asp?TID=4151

Ef þið viljið sjá myndir þá getiði tékkað á því hér: (þetta er samt bara prótótýpa, ekki sú sem fer í framleiðslu)
http://www.ibanez87.it/italiano/altre-ibanez/rg-8.aspx

Þótt mér sýnist nú samt á myndunum að prótótýpan sé allavega með:

- Maple/Mahogany 5 piece Neck
- Bolt-on Neck
- Original Floyd Rose w/ Locking Nut
- Rosewood fingerboard
- Allavega einhverja EMG pickuppa, líkegast passive.
- 24 bönd, líklegast XJ
- 3-way switch
- Volume knob, Tone knob. Eða 2 Volume. Þó mér þykir það líklegra að það sé volume og tone vegna staðsetningar á knob-unum.


Persónulega finnst mér 7 vera frábært, en 8 aðeins of :D
…djók