Jæja, langar bara til að fá ráðleggingar.
Ég veit nákvæmlega ekkert um gítara nema hvað hægt er að spila tónlist á þá.

Mig langar til að kaupa mér bara ódýrann nýjann gítar og eitthvað kennsluefni með. Þá kannski fyrir max 25 þús kr allann pakkann. Helst samt sem ódýrast ef ég myndi nú gefast strax upp eftir bara viku. :)

Eins og ég segi þá veit ég ekkert og kann ekkert á gítar og ég kann ekki að lesa nótur. Þessvegna spyr ég hérna, hvaða verslunum mynduð þið mæla með að ég kíkti í og er eitthvað sem ég á passa uppá að gítarinn sé með og eitthvað annað sem ég á að passa mig á að kaupa ekki. Eitthvað með viðinn eða strengina.
Kennsluefni, hvert er besta kennsluefnið, má vera á íslensku eða ensku en ekki á einhverju norðurlandamáli.
Eru kannski einhverjir ódýrir verklegir kennslutímar einhverstaðar í boði sem þið getið mælt með.

Bara allar ábendingar vel þegnar.