Góða kvöldið.

-Peavey Valveking 100 watt “All Tube” gítarmagnari.
http://www.musiciansfriend.com/product/Peavey-ValveKing-112-Combo-Amp?sku=481442

Keypti þennan magnara í júní síðastliðnum en hef notað hann mjög lítið sökum annríkis í vinnunni.
Er með ágætu reverb en annars eru 2 rásir, Clean og Distortion og er auka Gain takki til að fá ennþá meira Distortion. Clean rásin er það albesta við þennan magnara, með nægu fikti í EQ stillingunum er hægt að fá allt frá kristaltæru “Fender clean” að köldu og hráu Marshall soundi(líkt og byrjunin í The Call of Ktulu)

Hefði hugsað mér um 38.000kr fyrir hann en er opinn fyrir öllum tilboðum, ég keypti hann nýjann á 48.000kr.


-BOSS GT-8 Guitar Effects Processor
http://www.bossus.com/index.asp?pg=1&tmp=147

Keypt í ágúst og er næstum ekkert notaður, ég tók hann úr kassanum og skoðaði yfir hann með handbókina til hliðsjónar og stillti nokkrar rásir með flottum soundum. Þetta er án efa ein mesta snilld sem ég hef barið augum. Það er hægt að stilla bókstaflega allt í þessu, það eru allavega 80x4 rásir til að vista stillingar á, þú getur de-tunað gítarinn þinn í gegnum effectana og ég veit ekki hvað og hvað. Manuallinn er yfir 200 blaðsíður.

Þessi var keyptur í mestu fljótfærni og hef í raun ekkert við hann að gera í augnablikinu.
Það er ekki ein einasta rispa á honum, hann er ennþá í upprunalega kassanum með handbókinni og straumbreytinum.

Hann kostaði um það bil 65.000kr upprunalega og var að vonast til að fá eitthvað í kringum 50.000kr en eins og með magnarann er ég opinn fyrir öllum tilboðum.

Endilega gerið tilboð hérna eða í hugaskeyti.