Er að leita mér að góðum gítarmagnara sem ræður við eðlilegt trommusett. Fór í hljóðfærahúsið skoðaði Fender FM sem kostar 39.000. Þaðan fór ég í Tónastöðina og sá 50w lampa[eini lampinn sem ég skoðaði] sem kostaði eitthvað í kringum 50k og svo var 100w Randall á uþb.50-60k. Þaðan fór ég svo í Rín og sá 100w Marshall á 62k.

Leist ansi vel á Marshalinn en hann er ansi dýr ef við miðum t.d. við FenderFM.

Svo ég er nú bara að spá, hvað haldiði að séu bestu kaupin í dag ? Er enginn sérfræðingur en er að spá í kannski uþb. 40-60þúsund sem ég er til í að eyða. Á Distortio og OverDrive pedala sem ég kem til með að nota svo að effektar eru ekki aðalmálið sem ég er að hugsa um. Frekar öflugan ágætis hljóm sem nær trommusetti í hávaða.

Takk fyrir!

Bætt við 14. desember 2006 - 00:34
Ruglaðist eitthvað..fór ekki í tónastöðina heldur búðina sem í Skipholtinu, eiginlega á milli Tónastöðvarinnar og Rín.