Jæja já, þar sem mér leiðist gríðarlega að sjá gamla Appoloinn minn gera lítið annað en að safna riki að þá langaði mig að gera eitthvað skemmtilegt við hann.

Ég ætla að setja í hann nýja pikköppa og þar sem ég þekki lítið inn á þann bisness að þá vill ég spyrjast fyrir hér. Þetta er Strat kópía og er þar af leiðandi með þrjá single-coil pikköppa. Ég er helst að leita að einhverju skemmtilegu, þarf ekkert að vera í hæsta gæðaflokki þar sem ég á annan gítar sem sér um það hlutverk, þetta væri engöngu til gamans gert.

Ég er að leita að frekar þykkum hljóm, svona jazzuðum, hreinum ekki mikið bjöguðum hafa hann sennilega í “neck” og síðan kannski einhvern aðeins skítugri, blúsaðann kannski eilítið “Santana” í “bridge”. Eða þá ef að ykkur dettur eitthver skemmtileg blanda í hug eða hafið ef til vill reynslu af einhverjum skemmtilegum pikköppum að þá hefði ég gaman að fá að heyra uppástungur.

Veit einhver hvað væri best að kaupa?

Og síðan eitt að lokum, er eitthvað mikið mál að láta skipta um brú í svona gíturum, láta bara setja alvöru stratocaster brú eða bara eitthvað því að sú sem er í gítarnum núna er alveg komin á lokasprettin.