Sælt veri fólkið
Það er kominn tími til að fara að huga að nýjum lömpum í Orange'inn minn, AD30THC. Þeir eru farnir að þreytast aðeins eftir gríðarlega mikinn keyrslutíma í tvö ár núna.
Um er að ræða 4x12Ax7 preamp, 4xEL84 poweramp og einn GZ34 rectifier (sem ég held að sé reyndar engin ástæða til að skipta um strax). Lamparnir sem eru notaðir í þá eru af tegundinni Dragon sem hafa vægast sagt fengið slæma útreið þar sem ég hef verið að lesa mig til.
Magnarinn er um það bil eins breskur og mögulegt er, mjög smooth, týpískt Class A sound.
Einu lamparnir sem ég hef reynslu af fyrir utan þá sem voru í honum fyrir eru JJ lampar sem eru frekar mjúkir og blúsaðir í eðli sínu sem myndi henta mér einstaklega vel í Channel 2 sem er að öllu jafna stillt á medium gain.
Channel 1 er hinsvegar eitthvað sem ég þarf að pæla aðeins meira í. Eins og staðan er í dag er sú rás frekar muddy og það sem ég vill fá er skýrari bassa og meira Presance. Ekki útí þá öfga að hljóma eins og Fender magnari með 4x10", enda býður eðli magnarans ekki upp á það, en aðeins meira í þá átt engu að síður.

Þannig að ég spyr, hvað er fólk að nota, hvernig er það í samanburði við aðra lampa, hverju mæliði með og svo framvegis. Væri sniðugt að setja 12au7 í Channel 1???