Sælir,

Ég var að velta fyrir mér straumbreytum því mig vantar svona power kubb fyrir alla effectana mína því það er of mikið að hafa hvern með sinn straumbreyti og það er of kostnaðarsamt að hafa þá alla á batteríum.

Effecta set-up-ið mitt er:

Boss TU-2
Boss OD-2 (overdrive/distortion)
EX Big Muff (USA)
Danelectro Tuna Melt Tremolo
Line 6 DL4 modeler


En þannig er mál með vexti að allir nema Line 6 pedalinn eru keyptir í Bandaríkjunum. Line 6 pedalinn er hvort eð er sér um straumbreyti þannig það er ekkert stórt vandamál. En spurninging er: get ég keypt t.d. Voodoo Power pedal á íslandi og tengt hann í pedalana sem eru keyptir í BNA, eða þarf ég að kaupa power pedalinn í BNA og vera með einhvern straumbreytishlunk í hann?

takk takk!