Mig langaði að sýna þeim sem hafa ekki séð þetta og/eða ekki lært þetta hvernig á að spila Arpeggio hlutann af sólóinu sem heitir Eugene's Bag of Tricks sem er úr myndinni Crossroads. Ég læt fylgja með brot úr myndinni þar sem sólóið er spilað.
Leikarinn er Ralph Macchio, hann mime-ar bara sólóið en Ry Cooder spilar það í raun og veru ef ég man rétt. En sólóið var held ég samið af honum og Steve Vai.
Allavega mæli ég líka með þessari mynd! Mjög gaman af henni, ein af mínum uppáhalds.

Hérna er videoið:

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=fNstDObyTmw

En endilega lærðu líka hvað allar Arpeggíurnar heita því þetta er eitthvað sem þú átt eftir að geta notað seinna. Passaðu þig að fylgjast með því hvort þú sért að pikka þetta rétt því það er eitt aðalmálið í þessu! Mæli með því að þú lærir að picka þetta eins og ég skrifaði niður því ég var búinn að spá mikið í þessu til að fá bestu útkomuna út. En auðvitað ef þetta virkar enganvegin þá geturðu alltaf fundið þína eigin leið sem hentar þér betur.

[b]N:[/b] Niðurslag (Downstroke)
[b]U:[/b] Uppslag (Upstroke)
Það er ekkert ákveðið oft sem þú spilar þetta, spilaðu það bara eins lengi og þér finnst hæfa og mundu svo bara að hægja á þessu þangað til þú hættir alveg. Horfðu á videoið og hlustaðu á sólóið til að sjá betur með það.
|---------------------------------------------------------|
|---------------------------------------------------------|
|-2--4--2--5--2--4--2--5--2--4--2--5--2--4--2--5--2--4--2-|
|---------------------------------------------------------|
|---------------------------------------------------------|
|---------------------------------------------------------|
[b]Am[/b]
--U--N--N--N--N----N---N--U---N--U---U----U--U--U-
|----------------------8--12--8-------------------|
|------------------10------------10---------------|
|-------------5/9--------------------9\5----------|
|----------7------------------------------7-------|
|-------7------------------------------------7----|
|-5--8------------------------------------------8-|
[b]E7[/b]
--N--U--N--U--N--U--N--N--N--U--U--N--U--N--U--N-
|-------------------------7----------------------|
|----------------------9-----9-------------------|
|----------------7--9-----------9--7-------------|
|----------6--9-----------------------9--6-------|
|----5--7-----------------------------------7--5-|
|-7----------------------------------------------|
[b]A7[/b]
--U--N--N--N--U--N--N--U--N--U--N--U--U--N--U--U-
|-------------------------5----------------------|
|-------------------5--8-----8--5----------------|
|----------------6-----------------6-------------|
|----------5--7-----------------------7--5-------|
|-------7-----------------------------------7----|
|-5--9-----------------------------------------9-|
[b]Dm[/b]
--N--U--N--N--N-----N---N---U---N---U---U-----U--N----U-
|-----------------------10--13--10----------------------|
|-------------------10--------------10------------------|
|-------------7/10----------------------10\7------------|
|----------7----------------------------------7---------|
|----5--8-----------------------------------------------|
|-5----------------------------------------------10---8-|
[b]G#dim7[/b]
--N--U--N---U---N--U---N---N--U---N--U---N---U--N--U--U-
|-------------------------------------------------------|
|--------------------------9--12--9---------------------|
|----------------------10------------10--7--------------|
|---------------9--12------------------------9--6-------|
|--------8--11-------------------------------------8----|
|-7--10-----------------------------------------------7-|

Seinasta arpeggían er Am arpeggía en málið með hana er að ég sá hana alltaf skrifaða allstaðar niður á tab-i svona þegar ég var að læra þetta. Prófiði að spila hana svona fyrst en svo ætla ég að sýna ykkur það sem mér finnst vera betri leið:

|----------------------------5-----8------12--8--16-|
|----------------------5--------5-----10------------|
|----------------5--------5-------------------------|
|----------7--------7-------------------------------|
|----7--------7-------------------------------------|
|-5-----8-------------------------------------------|

Finnst ykkur það ekki frekar asnalegt eitthvað að spila þetta og óþægilegt? Ekki gott að ná góðum hraða í þessu. Þessvegna ákvað ég að breyta seinstu arpeggíunni þannig að mér fyndist þægilegra að spila hana. Ég skal sýna ykkur það líka því mér finnst það langtum þægilegra og það finnst reyndar öllum hinum sem ég hef sýnt þetta líka.
Ég skrifaði niður hvernig ég picka þetta auk þess sem ég skrifa niður hvaða fingur mér finnst þægilegast að nota til að ná góðum hraða í þessu. Þið auðvitað ráðið sjálf/ir hvora þið notið en ég mæli með eftirfarandi frekar en hinni:

[b]Am[/b]
--N--U--N--U--N--U---N--U--N---U---N--U---N--U---N---U--
--1--2--3--1--1--4---1--2--3---2---1--4---1--2---3---2--
|--------------------------------------------12------16-|
|------------------------------10-----13--9------13-----|
|-----------------------9----------9--------------------|
|----------7-----10--7-----10---------------------------|
|----7--------7-----------------------------------------|
|-5-----8-----------------------------------------------|


Fannst þér þetta ekki miklu þægilegra?
Þannig að í heildina eru þetta 6 arpeggíur sem hægt er að nota þegar þú ert sjálf/ur að spila þannig að endilega læriði þessar arpeggíur og nöfn þeirra!

Gangi ykkur svo bara vel og muniði að æfa með taktmæli.
…djók