Halló

Ég er nýlega búinn að fá mér gamlan Marshall tveggja keilna magnara 40w 40w. Og ég hef ekki mikla reynslu af svona mögnurum. En þegar ég er með hann stilltan sæmilega hátt, ekki mikið hátt. Þá byrjar að heyrast svona suð í honum, og svo þegar ég hækka meira þá meira og meira suð, sem sagt þegar hann er kominn ágætlega hátt í Volume þá suðar hann svo mikið að það er eiginlega ekki hægt að vera í herberginu.

Er til eitthvað millistykki eða eitthvað til að laga suðið ?