Ég veit að það kemur þráður um nánast hverja einustu könnun hérna en ég verð sammt að tjá mig um þessa. Mig langar að spurja þá sem kusu “Nei” í hvort að það sé í lagi að kaupa notuð hljóðfæri af hverju þeim finnst það ekki í lagi. Ég meina ef að varan er í góðu ástandi og verðið er gott af hverju er þá svona slæmt að kaupa notað. Persónulega mundi ég frekar kaupa mér notað hljóðfæri þar sem að hljóðfæri (allavega gítarar og bassar) voru mun vandaðari fyrir 30 árum síðan en þau eru nú….endilega tjáið ykkur.