Við erum að auglýsa eftir böndum sem eru til í að koma í studio-ið hjá okkur og taka upp frumsamin lög. Aðstaðan okkar er uppá höfða og þar erum við með allar græjur til þess að gera frábærar upptökur.

Við erum vel græjaðir, til dæmis…
Digi002 (pro tools)
Magnarar - Fender Deluxe og marshall box, Orange AD30, Trace Elliot Bassastæða (allt lampar)
Allskonar Micar í boði
Trommumicar (allt settið)


Þið megið samt koma með hvað sem ykkur sýnist til þess að gera upptökurnar betri, ég er þá helst að tala um sín eigin hljóðfæri.
Þetta er alveg frábært tækifæri fyrir ungar (aldur skiptir samt engu máli) hljómsveitir að koma og taka upp fyrir lítinn pening. Mjög gott fyrir bönd sem eru á leiðinni í músíktilraunir, að taka upp gefur ykkur tækifæri til að kynnast lögunum ykkar betur og að heyra þau úr eyrum hlustandans. Fyrir vikið verðið þið þéttari og betri hljómsveit. Einnig er vert að minnast á að upptökurnar eru í þeim gæðum að þær eru spilanlegar í útvarpi!

Kostnaður við eitt lag er 15.000 kr með upptöku, hljóðblöndun og masteringu… sem sagt fullunnið.


Ef þið viljið heyra hljóðprufu af upptökum frá okkur hafið þið bara samband.

Endilega hafið samband við Hrein úr Weapons ef þið hafið áhuga.


Hreinn - 6942019
(E-mail - hre3@hi.is og monibutthead@hotmail.com) þið getið líka sent mér huga post.
On the verge of spontaneous combustion, woe is me