Hæhæ :) smá hjálp hérna :)

Ég ætla að fara að læra á hljóðfæri og það sem kemur til greina er gítar eða bassi. Núna er bara málið að gera upp á milli.
Ég er alveg óreynd en hef mikin áhuga á tónlist. Mér finnst gaman að semja texta en það vantar bara að semja lögin. Í því tilfelli held ég að það sé betra að læra á gítar. En ég er bara ekkert sérstaklega “gáfuð” (er pínu sein að fatta)og er þess vegna ekki auðveldara að spila á 4 strengi heldur en 6? (Og svo skiptir verðið líka smá máli.)

Jahá, maður spyr sig. Hvort ætti ég að velja?