Ég var að fá trommusett (notað) og ég þurfti strax að fá mér bassatrommuskinn.
Ég fór í Hljóðfærahúsið og bað einn starfsmann um að finna skinn sem að myndi fitta trommunni. Hann fór út í bíl, leit á trommuna og sagði “ég held 20” eða 22“” en ég hélt sjálfur að hún væri 22“ eða 24”.
Hann lét mig fá 22“ skinn en það fittaði ekki… Svo ég þurfti að fara alla leið frá Garðabæ niðrá Laugarveginn (aftur) til að fá 24” bassatrommuskinn. Starfsmaðurinn fann eitthvað svart skinn og lét mig borga á milli skinnanna þrátt fyrir að hann hafði gert þessi mistök fyrr um daginn. Ég fór heim með mitt flotta svarta bassatrommuskinn og þessi ferð hafði tekið allann daginn.
Þegar ég kom heim setti ég skinnið á trommuna, stillti upp settinu og stillti hverja einustu trommu.
Alveg sama hvað ég gerði, fékk ég aldrei flott hljóð útúr þessu skinni og flestir myndu ekki einu sinni kalla þetta bassatrommuhljóð!
Ég er farinn að hugsa hvort að þetta var framhlið á bassatrommuna sem að þessi starfsmaður lét mig fá?
Hafið þið séð svart bassatrommuskinn áður?
P.s. ég er ekki með skinn framan á trommunni… getur það verið skýringin á þessu hörmulega soundi í henni??? :S