Eftirfarandi hlutir eru til sölu ef ásættanleg boð bjóðast í hlutina. Vinsamlegast sendið mér póst hér á Huga ef þið viljið meiri upplýsingar og hafið áhuga á að bjóða í hlutinn.


Greg Bennett Design by Samick Royale RL4 LTD Limited Edition - Keyptur desember 2005. Einn vandaðasti gítar sem ég hef séð frá Kóreu. Seymore Duncan Designed pickuppar, vandaðar mótstöður og annað tengt rafkerfinu. Sér ekki á gítarnum og Bigsby vibratoið er skemmtilegt. Kemur með harðri tösku leðurklæddri.
Sjá mynd af samskonar gítar og review og fleira. http://www.music123.com/Greg-Bennett-Design-by-Samick-Royale-RL4-LTD-Limited-Edition-Guitar–i131491.music

Ég reiknaði út verð á gítarnum nýjum frá USA og Gítar 995$ Taska 0$ Sending 150$ = 1145$ x Gengi 70 kr. = 80185 x vsk 24,5% + 1750 kr. tollskýrsla = 102378 kr. Verðhugmynd er 90.000,- kr. fyrir gítarinn þar sem ástand mætti kallast betra en nýtt en það má alltaf skoða aðrar tölur.


Washburn Paul Stanley Signature 1998 árgerð vel farinn aðeins rispuför á pickgaurdi. Kemur með harðri tösku, Jodi Head ól og straplocks. Ekki lengur fáanlegur en ég fann gamalt retail verð og það var 999$ án tösku.

Ég er með nýlega mynd af honum sem ég get sent ef fólk vill.


Verðhugmynd er 75.000,- kr. með tösku. Finnur þessa gítara ekki í mikið betra ástandi.



Ég er staddur á Akureyri og ég get sent með póstinum ef það þarf.


Ég endurtek að ég vil fá svör í einkaskilaboðum hér á Huga en ekki hér fyrir neðan.