Já ég var að fá mér bassa.. og fyrir valinu var Spector bassi sem er búinn að vera í tónastöðinni í 2 daga en á íslandi í 5 mánuði, ég fékk smá fræðslu um bassann frá Andrési: Spector sjálfur kom til íslands fyrr á þessu ári og hafði tvo Spector bassa meðferðis, 4 og 5 strengja. Hann gaf einhverjum bassaleikara sem hann þekkir hér 4 strengja bassann en Andrési/Tónastöðinni hinn (5 strengja bassann og var hann lánaður í stúdió, notaður einusinni og svo lá hann í 5 mánuði heima hjá viðkomandi, svo var Andrés að fá hann aftur fyrir 3 dögum. Ég er að spá hvort einhver hafi farið uppí tónastöð í gær eða dag og prófað hann og sé svo vel að sér kominn að hann/hún viti hvernig týpa þetta er, því ég var svo vitlaus að spurja ekki að því.