Halló!

Mig grunar að einhver hafi þegar beðið um sambærilegar ráðleggingar en ég nenni ekki að fletta í gegnum allar umræður til að leita að þeim.

Þannig er mál með vexti að ég hef áhuga á að fara að spila á bassa og vantar upplýsingar um hver væru bestu kaupin fyrir mig, þ.e. rafmagnsbassi og aukahlutir. Mig vantar einhvern til að læra á en hann verður samt að sánda nógu vel til að ég geti spilað í hljómsveit. Helst ekki of dýr en má samt ekki vera drasl. Sem sagt, hver eru bestu kaupin?

Er betra fyrir mig að kaupa af netinu (og ef svo er þá hvar) eða á ég að díla við búðirnar hérna?

Takk fyrir,
eldoro