MPA eða Music Publishers' Association of the United States standa nú fyrir því að loka TAB síðum.
Reynt var fyrir c.a ári að gera undirskriftalista, en hann hafði því miður lítil áhrif.

Þeir vilja meina að TABS sé höfundarréttarbrot.

Í desember ákvað stjórn MPA að setja af stað “herferð” í að loka TAB síðum með óleyfilegu efni. TAB síður munu ávallt vera til en nú mun það kosta að fá aðgang, allaveganna á löglegu síðurnar.

MPA er að þessu til að vernda rétti höfunda tónlistarinnar, gegn eigenda síðanna sem taka þeirra tónlist til að græða á án samþykkis höfunda. Þeir græða á auglýsingum og öðru á síðunni, en enginn mundi auglýsa þar ef síðan hefði enga aðsókn, en síðurnar fá aðsókn, ekki vegna auglýsinganna heldur vegna tónlistar annara.

Ég sjálfur stend ekki með MPA, en samt sem áður finnst mér þeir hafa smá til síns máls að leggja.

Hvað finnst ykkur ?

———————————–
Heimildir:
www.mpa.org