Er með 2 bassa til sölu

Annars vegar er það Dean Playmate EAB Kassabassi sem ég hef bara notað til þess að spila á heima og hann hefur varla farið út úr húsi.
Bassinn hljómar mjög vel og hátt ótengdur enda er boddíið stórt sem gefur feitan tón.
Hann er rúmlega eins og hálfs árs gamall og það er aðeins farið að sjá á honum en ekkert óeðlilegt annað en rispur við outputið eftir skrifborðstólinn minn.
Skemmtilegur bassi en ég hef bara ekkert að gera við hann lengur.
Michael Kelly gigbag fylgir með.

Nánari upplýsingar Hér
Mynd
Verðhugmynd 17.000kr með gigbag

Hinn bassinn er Yamaha rbx170 sem ég lét gera fretless (bandalausan) í hljóðfærahúsinu.
Bassinn er um 2 ára gamall og kostaði nýr 25.000kr (held að hann er búinn að hækka aðeins núna).
Ég lét gera hann fretless fyrir rúmlega 1 og hálfu ári sem kostaði 5000kr allt mjög pro og einstaklega vel gert. Bassinn er svartur og með einum blóma-peace-psychedelic límmiða og í honum eru fender nylon strengir.
Ég ætla ekkert að fegra þetta en það sést nokkuð vel á honum og það er eitthvað ground suð sem einhver með kunnáttu ætti ekki að eiga erfitt með að laga.

Nánari upplýsingar Hér
Mynd
Set 15.000kr á hann


Er staddur í Reykjavík. Hafið samband fyrir nánari upplýsingar og fleiri myndir.
Hægt er að ná í mig í síma 6968537, eyjo89@hotmail.com eða bara hér á huga.
Vó hvar er ég?