Bara verð að koma með smá kork um'idda… var niðrí bæ (R.vík) og þar var hljómsveit að spila, held að þeir heita Tepoki og það restore-aði algjörlega trú mína á unga tónlistarmenn. Ég er ekki mikill djazzari en mér finnst gaman að hlusta á góða tónlistarmenn og mér finnst það skemmtilegt að ungir strákar skuli búa yfir svona færni og leikgleði.

Það kemur mér reyndar alltaf jafn mikið á óvart hversu margir fíla og líta upp til tónlistarmanna á borð við Hendrix, Zeppelin-manna og fleirri góðra tónlistarmanna.

Ég vona bara að fólk gleymi því ekki að hafa gaman af tónlistinni hvort sem að það er sprenglært eða ekki.

Takk fyrir mig og lifi rokkið!