Sæl gott fólk.
Ég hef soldinn áhuga á að læra á gítar en var að spá hvort það væri hægt að læra einungis í gegnum bækur og svona kennslumyndbönd og með hjálp netsins jafnvel. Ef ég myndi kaupa mér gítar og einhverjar bækur og svona og fikta mig bara áfram. Væri það kannski algert klúður eða hvað ?
Ég stefni ekki á að verða einhver gítar snillingur bara læra smátt og smátt á þetta. Hvað segir fólkið við þessu ? Og hvað kostar svona byrjendagítar og kannski bækur og svona með ? TAkk fyrir.