Er með til sölu Electro-Harmonix Big Muff Pi-USA ásamt straumbreyri.
kemur í upprunalega kassanum..

Keypti hann þegar ég fór suður á metallica tónleikana (hittífyrra ?) en hef lítið notað hann. Spilaði einusinni aðeins með hann á æfingum, og svo á balli í skólanum og í sumarbústað. Er búinn að lyggja í geymslu í sennilega meira en ár núna. er í fullkomnu ástandi er ég nokkuð viss um.
Verðhugmynd: Mynnir að ég hafi borgað 12.000kr fyrir hann nýjann (með straumbreyti) þannig kanski svona 8000-9000?

Boss PW-10 WahWah - straumbreytir getur fylgt.

Keypti hann þegar ég var nokkuð ný byrjaður að spila á bassa vegna áhuga á Cliff Burton, sem að notaðist við WahWah. Hef lítið notað hann sjálfur en vinur minn(gítarleikari) er búinn að vera með hann í láni og notað hann eitthvað og líkar hann bara nokkuð vel skilst mér á honum

Kostar nýr 17.990 í Rín og straumbreytirinn um 3000kr, verðtilboð óskast (skoða hvað sem er)

Einnig er kærastan að reyna að selja Peavey Rafmagnsgítarpakka sem kallast “peavey stage pack” og inniheldur Peavey Raptor Plus EXP Gítar og TransTube® Backstage® guitar practice amp.

Fylgir líka ól og taska, hægt að láta snúru og kanski einhverjar neglur með. mögulega Tuner líka.

Hún keypti þetta í febrúar eða mars á síðasta ári þegar hún var að læra á gítar í tónlistarskóla en missti fljótt áhugann (ma. því að kennarinn var ekki skemtilegur að henni fannst) og hann er búinn að lyggja úti í horni og vera fyrir henni síðan í september eða október á síðasta ári. Gítarinn er svartur mynnir mig alveg öruglega.

Pakkinn kostar nýr 24.990 í tónabúðinni og væri frábært að geta fengið kanski kringum 18-20þ fyrir þetta. Myndi afhendast með glænýjum strengjum og yfirfarinn og með ágætis snúru ef óskað er (fylgdi drasl snúra með)

Hafið samband við mig gegnum hugapóst, ef áhugi er fyrir hendi er hægt að tala saman á msn og/eða í síma

Effectarnir eru staðsettir á Akureyri en gítarinn á húsavík (er þó farið á milli um hverja helgi þannig er hægt að grípa hann með án fyrirvara)

Hægt er að fá að prufa effectana (fá lánaða í 1-2 daga jafnvel) ef viðkomandi er staðsettur á Akureyri
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF