Ég sá þennan gítar í hljóðfærahúsinu fyrir nokkru síðan og var að velta því fyrir mér að kaupa hann. Þetta er baritone gítar sem hefur fengið mjög góð ummæli en þar sem ég hef ekki mikla reynslu af baritone gíturum þá vildi ég kannski fá frekari lýsingu frá ykkur til að fá á hreint hvað ég er að hætta mér út í ;) Ég á tvo gítara fyrir bara venjulegan Ibanez og einn gamlan Morris en það er ekki fræðilegur möguleiki að nota þá fyrir “low tuning” þannig að mig langaði að skoða möguleikann á eitt stykki baritone. Ef einhver sem hefur reynslu af baritone og þá hugsanlega af þessa gerð þá væri fínt að fá gott álit á málinu. :)

Hérna er mynd af kvikindinu:

http://www.ibanez.co.jp/eg_l_page.php?PAGE_ID=515&COLOR=CL01

P.s. Er mögulegt að hafa baritone í standar tuning (eadgbe) ??
gusti@esports.is