Er að selja Vox AD120VTX Gítarmagnari. 2x60w, 2x12“. Innan við eins ára gamall og virkar einsog smjör á brauð.

Ástand: Mjög gott.

Ástæða fyrir sölu: Er að fara í lýðháskóla og get því ekki notað hann.

Staðsetning: Egilsstaðir, ekkert mál að senda hann eða þá að ég sendist jafnvel bara sjálfur með hann. Reddast semsagt.

Upplýsingar um magnarann:

* AMP MODELS: 16 types
* EFFECTS: 21 types (Drive: 10 types, Modulation: 5 types, Delay: 3 types, Reverb: 3 types)
* PROGRAMS: 32 (8 Bank x 4 Channel)
* IN/OUTPUTS: 2 x Guitar Input (High, Low), Stereo Loop Return, 1 x Headphone, Stereo Left & Right Line Out,
Stereo Left & Rigt External Speaker Out, 1 x Foot Controller
* SPEAKER: 2 x 12” Celestion NeoDog driver
* POWER OUTPUT: 2 x 60W RMS@8ohm
* TUNER: Auto Chromatic Tuner [Measurement range: 27.5 Hz-2,093 Hz (A0-C7), Calib. A=438-445 Hz]
* DIMENSIONS: 699(W) x 267(D) x 559(H) mm / 27.52“(W) x 10.51”(D) x22"(H)
* WEIGHT: 26.2kg / 57.76 lbs
* OPTIONS: VC-4 & VC-12 VOX FOOT CONTROLLER

Ef þið eruð ekki sjor á enskunni getiði bara spurt.

Fjandanum nógu kraftmikið. Búinn að nota hann á nokkrum böllum og notað hann einnig til að spila undir í söngvakeppnum (sérstaklega fínn í coverlög útaf effectonum sem eru innbyggðir).

Hann er með stærri keilur heldur en VT magnararnir, og einnig er hann lokaður að aftan. Þetta gefur honum mjög þéttan og djúpan tón. Hef getað notað hann í nánast allt, djazz yfir í argasta metal (Hljómsveit sem kallar sig Heilakássa getur jú ekki annað en spilað argasta metal). Held að þið sem hafið einhvern áhuga á þessum magnara vitið svona nokkurnveginn útá hvað þetta gengur.
Helvíti skemmtilegt líka að það er hægt að stilla aftan á magnaranum hversu mörg W þú vilt nota, td. 2X15w 2X30w 2X60w og e-ð meira, man ekki alveg.

Verðhugmynd: Ekki nein sérstök, en hef þó áhuga á því að fá (og þá einhvern aur á milli líka) kassagítar m/ pickup (einhvern almennilegan til að nota í trúbb og svona) og/eða eitthvað fínt effectatæki einsog td. Boss GT-8 (semsagt ekki e-ð tacky kids).

Uhhhhm… held að það sé fátt fleirra, ekki hika við að spyrja ef einhverjar spurningar vakna.

Getið náð í mig hérna á huga, líka í síma: 865-7808 Pétur (ótrúlega fínn gaur og engin ástæða til að hræðast það að hringja ;)