Undanfarið hef ég verið nokkuð heitur fyrir að fá mér Peavey bassa. Mest hef ég skoðað Cirrus (aktívir pickupar og formagnari) og Grind (passívir pickupar) línurnar frá þeim. Af umsögnum á netinu virðast þetta vera hörkuhljóðfæri en mig langaði samt að athuga hvort einhver ykkar hafi reynslu af Peavey bössum.
Bassar: Fender Precision Lyte MIJ, Fender Jazz Bass '75 RI CIJ