Sæll kæri huga-notandi.

Sumt fólk hér í okkar ágætis landi þarf að vera svo leiðinlegt og ótillitssamt að vaða inn um glugga á bílum annara í skjóli næturs og taka þar hluti sem sá aðili á ekki og hefur líklegast ekkert að gera við.

Þannig vill til að brotist var inní bíl hjá fiðluleikaranum í hljómsveitinni minni í dag og einhver fingra langur hefur ákveðið að fjarlægja nokkra hluti.

Þessir hlutir eru eftirfarandi:
- Rafmagnsfiðla.
- Magnari.
- Fiðlubogar.

Bogarnir eru nú ekki stórmál (þótt það væri vel þegið að fá þá aftur) ef útí það er farið, hinsvegar hefur fiðlu og magnara hvarfið sett strik í reikninginn hjá okkur.

Þessir hlutir eru verðmætir (eins og flest önnur hljóðfæri) og er því nauðsynlegt að þeir skili sér aftur til fiðluleikarans (eigandans).

Þetta innbrot átti sér stað aðfaranótt Sunnudags (28. maí 2006) í Mosfellsbæ.

Einkenni fyrir fiðluna er að hún er eins og stendur frekkar slöpp í að halda stillingu á A-streng.

Mynd af fiðlu sem líkist þessari má finna hér:
http://www.signetmusic.com/zone/images/strings/gremlinviolins1551-300.jpg

Magnarinn er ekki hinsvegar ekki með nein sérstök einkenni en myndir af honum má finna hér:
http://www.elderly.com/new_instruments/items/AER1.htm

Magnarinn er af gerðinno AER Compart 60/2 en fiðlan af gerðinni Ashbury. (Ef ég man rétt, betri upplýsingar koma vonandi á morgun.)

Fiðlan var í kassalaga fiðlutösku og í töskunni voru 2 bogar og biluð Fender jack snúra (með einangrunar límbandi á öðrum endanum).

Ef þú, kæri huganotandi, sérð svona fiðlu eða magnara til sölu og heldur að þetta gæti verið fiðlann sem ég leita af hér þá þætti mér vænt um að fá frá ykkur e-mail á gisli.steinn@gmail.com og ef þú, lesandi góður, hefur þessa fiðlu í þínum höndum þá er ekki of seint fyrir þig að skila þessu hljóðfæri vandræðalaust og þá er um að gera að senda e-mail sem fyrst á ofangreint netfang.

Með von um góðar móttökur.