Í lok sumars hef ég ákveðið að eyða öllum mínum pening í hluti tengda tónlist, og fer ég til vestursins til að gera mín kaup í haust. Bara vandamálið er að ég breyti til frá degi til dags hvað ég vil nota peninginn í, svo uppá gamanið væri gaman að fá ykkar álit á því hvað ég ætti að kaupa. Fjármagn er í kringum 300.000 kr.

Mig vantar:
trommumica, s.s. á allt settið og overhead mica.

Stóran diagram stúdíómic, sem er í fínum klasa, ekki drasl en ekki súper hyper dýr.

Rafgítar,Fender, Gibson, ESP eru efst á blaði í mínu höfði.

Gítarmagnari, Haus og box. ég á combomagnara núna, Marshall AVT150 og vil breyta til. Lampamagnari er nánast skilyrði.

Aðrir hlutir,Hlutir sem gætu vegnast vel fyrir mig sem ég hef enn ekki komið auga á. Gæti hentað fyrir stúdíóið mitt, gítarleik, bassaleik, já eða hentugt til raddbeitingar minnar.

Ef þér detta hlutir í hug, væri geðveikt að þú mundir láta link á hlutinn af vefsíðu.
Svo posta ég hvaða hluti ég hef ákveðið og sá sem nefdi einhvern af þeim hlutum sem ég ákveð fær gjöf.:)