Ég er að fara að kaupa mér gítarmagnarahaus og ég hef verið að skoða mig um.

Ég er búinn að fara tvisvar í Rín að prufa JCM 2000 hausinn og í fyrra skiptið prufaði ég hann með AVT boxi! Hann soundaði öööömurlega (miðað við kröfur mínar um gott metal sound), sama hversu marga gítara ég prófaði, aldrei hljómaði hann vel! Það vantaði alltaf þetta edge og meira drive.

Síðan fór ég aftur núna um daginn og þá með minn gítar sem er með EMG 81/85 p.u.! Þá prófaði ég hann með Mode Four boxi og hann soundaði alveg jafn illa!
Ég vildi bara benda á þetta því að margir sem ég hef spurt hafa mælt með JCM 2000 í metal. Það getur verið að þessi haus hafi bara verið eitthvað gallaður eða boxin í fokki en ég held varla að það myndi heyrast svona lágt stillt (talandi um boxin).

…endilega kommentið!!!! u