Var með vinum mínum um daginn í Tónabúðinni og var að prófa Washburn Aquastic þjóðlagagítar og ætlaði að standa upp og skila honum þessum flotta gítari og þá rak ég hann í hljómborð. Það kom um 10 cm rispa í gítarinn og ég fór með hann í afgreiðsluna og gaurinn sektaði mig um 5500 kr svo þeir gætu selt hann lægra svo ef einhver hefur áhuga á góðum þjóðlagagítar með smá rispu og fimmþúsund króna afslætti bíður einn inn í tónabúðinni. Ég er syndugur um að hafa eyðilagt Washburn gítar mér líður illa