Ég hafði aldrei prufað Ovation áður, fyrr en í dag. Þá skellti ég mér í Tónabúðina og greip einn af veggnum og þetta var besti kassagítar sem ég hef prófað. Mjög góður hljómur, samt eflaust margfalt betri ef honum er pluggað í magnara. Ótrúlega þægilegt að spila á hann, actionið er allveg rétt. Svo lítur hann líka bara frábærlega vel út.

En málið er að ég er að spá í að fá mér kannski Ovation. Spurningin er þá bara hvaða týpur eru til og hver er munurinn og svoleiðis? Svona eitthvað til að koma sér af stað í að velja sér rétta Ovationinn.

Ég veit að Tónabúðin á eftir að fá fleirri senda og maður fer auðvitað og prufar þá þegar þeir koma. En hvað getiði sagt mér um þessa kassagítara?

Kveðja,
Morgoth
…djók