Er einhver með sama vandamál(jahhh, vandamál og ekki vandamál…) og ég að hafa einhvern putta ekki nógu sterkann fyrir hljóðfærið ykkar?

Ég er á gítar og ég er með svo skrítinn litlaputta á vinstri hönd. Hann er allt öðruvísi en litliputtinn á hægri hendi. Alltaf þegar það kemur mikill þrýstingur á hann beyglast hann bara hjá kjúkunni og þar (þar sem maður beygjir puttann nærst fingurgómnum) og það getur verið frekar þreytandi í t.d. soloum og fleira. Ég er náttúrulega að reyna að styrkja hann og svona og það vonandi tekst. Ég er að spá í að kaupa svona Gripmaster (Morgoth hér á huga gerði grein um það) en skildi það virka?

En eruð þið með einhver ráð við þessu?
Segjið mér ef þið hafið einhver álíka galla.