Ok, ég er trommari og spila aðeins á kassagítar þannig að ég ætla bara að á því að segja að ég veit ekkert um magnara vegna þess að ég hef aldrei haft neina ástæðu til þess að læra neitt um þá.. Það eru nokkrir hlutir sem að mig langar til að spyrja ykkur um:
1) Hver er munurinn á lampa og hinu(sem að ég man ekki hvað heitir)?
2) Hvernig getur maður séð hvort hann er lampa eða hitt?
3) Hvað er það helsta sem að maður á að gá að þegar maður er að leita sér að magnara?
4) Hvað mynduð þið halda að magnari sem að dugar ágætlega á flesta litla tónleika kosti?
5) Hvaða magnara mælið þið með fyrir nýja og blanka hljómsveit?

Ástæðan fyrir þessum spurningum er sú að annar gítarleikari hljómsveitarinnar minnar á magnara sem að er á allan hátt ónothæfur og er ég að hjálpa honum að finna hæfilegan magnara, það sem að mér hefur litist best á hingað til er Fender Frontman 212 en áður en við gerum eitthvað þá væri ég til í að vita meira um magnara…..