Daginn.

Ég er staddur í dag með Peavey predator gítarinn minn, sem er orðinn c.a. 6-7 ára gamall held ég, og hann er í nettu fokki..
Volume takkinn á gítarnum virkar ekki, þó að hann sé fast stilltur í hæðsta voluminu.

Ég get ekki plöggað gítarinn, það kemur yfirþyrmandi suð í magnarum ekki svona venjulegt lítið saklaus suð, heldur yfiþyrmandi að maður heyrir ekkert annað en suðuð. Ef ég fikta eitthvað með snúruna þá kemur skýrt sound. Þó hef ég prófað margar mismunandi snúrur og magnara, og ég er alveg 100% viss að þetta er ekki snúran / magnarinn, auk þess sem ég hef prófað aðra gítara á sömu snúru og magnara sem suðið kemur úr.

Gítarinn er innbyggt falskur á litla e strengnum, fremur neðarlega á hálsinum, þetta er þó voða lítið og saklaust þar sem ég rétt svo fattaði þetta þegar vinur minn benti mér á þetta.

Það er eitthvað dót neðst þar sem strengurinn fer í gegnum skakkt, á brigdinu, á sama streng og tóninn er innbyggt falskur, á litla e strengnum, gæti verið útaf því. Strengurinn er aðeins fjær hinum strengjunum en venjulega bilið er.

Það sem ég er að spá, hvað ætti svona viðgerð að kosta, hvar gæti ég fengið viðgerð á þessu, og hvort að þetta borgi sig?