Já þannig er mál með vexti að mig vantar gítarháls. Ég á nefnilega ca. 40 ára gamlann gítarbúk af gerðinni Nobel. Hann er með þrem hljóðdósum (sem virka vel), brú og bigsby en algjörlega ónýtum hálsi. Eftir miklar mælingar og pælingar hef ég komist að því að háls eins og er á Telecaster mundi nánast smellpassa og Stratocaster týpa af hálsi gæti líka gengið en þyrfti aðeins meira mix í kringum það. Ef þú átt munaðarlausann háls viltu þá svara mér hér á Huga eða senda mér póst á luthier@internet.is
“Talking about music is like dancing about architecture”