Ég er búinn að vera að pæla í að fá mér trommusett núna í nokkrar vikur, og held ég láti bara verða að því. En núna vaknar upp sú spurning hvaða tegund ætti maður að fá sér?

Þetta er erfitt val, mikið til og ekki veit ég neitt um trommur. eða lítið sem ekkert.

Búinn að vera að spá í þessu hérna setti:
http://www.music123.com/Pearl-EX825H-Export–5-piece-Fusion–Drumset-i145270.music

(afsakið ekki mikill tölvu nördi í mér, svo verðið bara að copy paista þetta yfir í netráfarann ykkar)


Sá hérna í korki neðar að menn voru að seta útá pearl sett og sögðu jú eru kannski ágæt byrjunar sett. eru ekki öll sett á þessu verði bara ágæt?
Eða eru þessi pearl sett bara crap.

Þið sem segið að þessi pearl sett séu léleg hvað er betra?
Eða finnst ykkur þessi sett bara lélegt útaf nánast allir eiga svona pearl sett?:)

já og endilega koma með rök yfir því sem þið segið( léleg sett eða góð )

þakka ;)