Ég er 16 ára (1990) trommari á Akureyri (syðri brekkunni). Mig hefur lengi langað til að komast í hljómsveit og ég var að pæla hvort það væri einhver hljómsveit eða einhver sem hefur áhuga á að stofna með mér. Ég er ekki að leita eftir einhverjum gaurum sem lifa ekki fyrir neitt annað en þessa hljómsveit heldur bara til að leika mér. Ég vil spila eitthvað rokk/metal, Smashing pumpkins, In Flames, queens of the stone age, o.fl. en er opinn í flest allt. Ég er bara með trommusettið í bílskúrnum mínum þannig að það þyrfti svona helst að fá æfingarhúsnæði. Ég æfði í tónlistarskólanum í nokkur ár þangað til fyrir 2-3 árum að ég hætti. í september síðastliðinn keypti ég mér svo aftur sett (Pearl Forum) og er búinn að bæta svo aðeins meira við það (16" crash, iron cobra doublepedal). Ég tel mig vera alveg vel hæfan trommuleikara til að spila í hljómsveit en ég hef aldrei verið í hljómsveit áður þannig að allir á aldrinum 14-18 bara endilega tala við mig.
Hafið bara samband við mig hér á huga ef þið hafið áhuga og ég skal lata ykkur fá e-mailið mitt.
P.s. Ég er ekki að leita eftir einhverri hard-core death metal gothara hljómsveit.