Sælir hugarar

Ég er að velta því fyrir mér að fá mér nýjan magnara núna í vor og hef þá aðallega verið að skoða Fender og Peavey og þeir sem mér líst best á ( af þeim sem ég hef skoðað ) eru Peavey Delta Blues, Peavey Classic og Fender

Ef þið gætuð hjálpa mér eitthvað með þetta væri það frábært! Ég veit nefnilega alveg glettilega lítið um magnara! Ég er að leita mér að magnara sem ætlaður er í svona alhliða rólegri tónlist t.d. jazz, blues og svona bara .. ég hata að nota þetta orð en ókey indie tónlist.

Svo er önnur spurning. Hversu stóran magnara þarf ég og þá hversu mikill munur er á t.d. 50W úr lampa magnara miðað við 50W transitor magnara? Núna er ég með 100W Line 6 Spider sem er alltof alltof mikið. Ég stilli hann mest í svona 3-3,5. Þannig allar ábendingar eru vel þegnar!

takk takk!