Fann fleiri myndir af nýju ESP gíturunum sem ég ákvað að deila með fólkinu hér..
Fyrst kemur ESP FX, sem er basically EX með Forest headstock. Mér finnst þetta passa mikið betur saman en EX boddýið og gamli “ESP pointed” headstockinn..
FX í “paduak stain”
FX í satín svörtu

Man ekki hvort það fylgdi almennileg mynd með þræðinum um daginn, en hér er mynd af nýja Forestnum, nú fáanlegum með Floyd Rose
Forest FR í “metallic black satin”

SV kemur nú líka án tremolo.. ég verð að segja að þeir hefðu mátt pæla aðeins lengur í hönnuninni á þessum:
SV NT

Þetta hér er M-I (alveg eins og M-II er með tveimur pickuppum og M-III með þremur, þá er þessi bara með einn). Ekki minn tebolli, en kannski eitthvað sem einhver hérna fílar:
M-I NT

Ég veit ekki hvað málið er með að öll þessi nýju módel skuli koma í ýmist satín svörtu eða satínsvartsanseruðu.. En hér er einn alveg gullfallegur sem rýfur þá hefð:
Eclipse I CTM í “vintage” hvítu
..ég veit að þetta er sama mynd og um daginn.. en hann er bara svo fallegur að ég varð að skjóta honum með. Bara ef hann kæmi með Duncan pickuppum með gylltum hlífum, þá væri hann algjörlega ómótstæðilegur :)