Ég ætla skrifa um hvernig þetta hefur allt gerst hjá mér með gítarinn og svoleiðis.


Ég hef haft áhuga á gítar í um það bil 2 ár næstum því. Það byrjaði allt með því að ég hafði verið að æfa á annað hljóðfæri (píanó) sem mér fannst alveg gjörsamlega hræðilegt. Svo gerðist ekkert í langan tíma. Svo vildi til að ég átti tvo vini sem spiluðu á gítar. Þegar ég sá hvað spilið var flott þá fór ég að hugsa út í það hvort ég vildi ekki læra á gítar eða bassa. Mér fannst sniðugt að prufa að læra á gítar í byrjun. Ég fékk svo fyrsta gítarinn minn í jólagjöf frá mömmu minni og pabba sem var bara byrjunargítar því þau vissu ekki hvort ég myndi endast í þessu.


Ég fór svo og skráði mig í Gítarskóla Íslands (GÍS) og fékk mjög góðan kennara. Ég hafði aldrei upplifað eins góðann tónlistartíma og fyrsta tímann minn þegar ég byrjaði.Svo ég hélt áfram og áfram og féll bara fyrir gítarnum.

Nú fer ég til New York næstkomandi 27 febrúar og ætla þá að kaupa mér einhvern almennilegan gítar. Hef verið að pæla í Jackson eða Ibanez en ég skoða þetta bara og prufa og vel að bestu getu.

Mun ég svo ábyggilega halda áfram og læra í eitthver ár í viðbót og hver veit nema svolítið mörg ár í viðbót. Eins og áður hefur komið fram hef ég mjög mikinn áhuga á gítarnum og mun sennilega halda mig við hann. Mig hefur líka langað til þess að spila á trommur en það myndi þá bara koma seinna inn í myndina.

Annars er þetta það helsta sem hefur komið fyrir mig og hljóðfæri.