Þar sem gott tilboð í magnara sem ég var að gasa fyrir datt upp í hendurnar á mér hef ég ákveðið að láta eftirfarandi hluti fara:

LTD F-50
Rosalegur í rokkið! Svartur, ódýrari útgáfa af hinum sérstaka ESP Forest, sem er að mínu mati mjög skemtilegt twist á gömlu superstrat hönnuninni. Sennilega árgerð 2002 eða 2003 (þeir hættu að fást svartir í ársbyrjun 2004). Gott eintak (nema LTD séu virkilega, virkilega góðar vörur miðað við verð, hef svosem ekki reynslu af öðrum 50-seríu gíturum).
Keyptur fyrir hálfum mánuði með því hugarfari að nota hann til vara, en ég tel fyrrnefndan magnara mikilvægari í augnablikinu svo hann er hér til sölu aftur.
Sem stendur er gítarinn stilltur í D með 10-48 setti, en ég get skellt honum í E með 9-42 sé þess óskað. Brotið úr lakki á tveimur stöðum á headstock, ætlaði að fela blettina en virðist vera búinn að týna naglalakksdollunni minni..
Kostar nýr að ég held um 25 þúsund einn og sér.
Selst á 15 þúsund með poka, ól (Ernie Ball nylon) og auka setti af strengjum (Ernie Ball Stainless Steel 9-42 eða 10-48).
Nánari upplýsingar hér

Washburn D10S12
Gullfallegur “natural” (eins og 90% af öllum kassagíturum að ég held) 12 strengja gítar, framleiddur í Kína árið 2001.
Ég fékk hann í fyrravor í frekar döpru ástandi og hef að mestu lappað upp á hann.
15 bandið virðist þó standa aðeins upp úr fingraborðinu undir grynnstu strengjapörunum, svo hann dettur út á 12-15 bandi á grynnri E-streng og skröltir aðeins á B (en framkallar rétta tóna), en hver fer svo hátt á 12-strengja gítar hvorteðer? Hljómar eðlilega neðar á hálsinum.
Kostar nýr 34.500 skv. verðlista Tónabúðarinnar.
Selst á 15 þúsund.
Nánari upplýsingar hér

Ef einhvern vantar lítið æfingakríli þá er ég hér með fína græju í það, Behringer V-Tone GM108. 15W “analog modeling”(?) kríli með einni 8" keilu. Þrír magnarahermar með þremur rásum hver og þrenns konar boxhermar. Ég gæti átt bæklinginn sem fylgdi, man ekki hvort ég er búinn að henda honum, en þetta er engin Vetta, svo það er engin kúnst að læra á þetta.
Kostaði nýr 8.900
Selst á 5.000

Er einnig með DOD SupraDistortion og Boss BD-2 Blues Driver ef einhver býður mér ásættanlega upphæð í þá.

Ef einhver þarna úti er að hugsa um að byrja að spila á rafmagnsgítar og kaupir LTDinn og magnarann saman, þá hendi ég með öðrum pedalanum, tveimur snúrum, nöglum og aukastrengjum svo sá hinn sami er tilbúinn til að fara að rokka strax og hann kemur heim.

Mynd af öllu draslinu hér. Kattarbangsinn er ekki til sölu.

Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu! :P
Sveitafólk þarf að borga allan flutningskostnað.
Svara einkaskilaboðum og tölvupósti á bjornkrb@internet.is

Ég er frekar upptekinn svo það er ekkert óeðlilegt að það líði einhverjir klukkutímar áður en ég svara, en ég tékka bæði emailið og huga a.m.k. einusinni á dag.