Góðan daginn, ég var að kaupa mér Sabian B8 cymbala sett á music 123 http://www.music123.com/Sabian-B8-Sabian-Complete-Set-i145335.music
og það er svolítið vandamál. Ég er búinn að spila í stuttan tíma og veit lítið um trommur en ákvað að kaupa mér svona. Vandamálið er að cymbalarnir hljóma alltof lengi, veit ekki hvort þetta sé galli eða á bara að vera svona, en t.d. hljómar hi-hatinn í svona 10 sek þar sem maður heyrir mjög vel í hönum. Og t.d. þegar maður er að sjá takt þá magnast alltaf hljóðstyrkurinn ef maður er með hann opinn. Hi-hat standurinn er reyndar allgjört rusl og veit ekki hvort þetta sé sett allveg rétt á en lítur allavega út fyrir að vera látið rétt á.

Eins og ég sagði þá veit ég lítið um þetta og vona að einhver geti skýrt þetta fyrir mér.