Eins og fyrirsögnin segjir erum við að leita okkur að trommara.
Sá aðili þarf að hafa reynslu, kannski ekkert allveg bestu reynsluna en svona aðeins.
Hann þarf að vera metnaðarmikill og fíla það sem við munum spila. Við erum með
æfingarhúsnæði sem við getum æft í tvisvar í viku og er trommusett (2 tom, floor tom, bassatromma, snerill, hi-hat, crash, ride) á staðnum með
ömurlegum cymbulum (solar) og drasl kicker og drasl sneril og væri því fínt ef aðilinn
gæti komið með þær græjur með sér á æfingar og þyrfti hann örugglega að eiga double
Kicker.
Í hljómsveitinni erum við núna sem stendur 3, eða gítar, gítar og bassi. Við erum búnir að semja smá af efni sem á eftir að koma saman og væri fínt að trommari hefði einhverja sköpunarhæfileika. Við stefnum á að vera klárir með eitthvað program á næstunni og reyna að fara að spila á fullt af tónleikum.
Helstu áhrifavaldar okkar eru Iron maiden, Megadeth, Pantera og fleira í þeim dúr.

Við erum allir 15 ára gamlir (9. bekk) og erum staddir í kópavoginum, nánar tiltekið vesturbænum þannig að við erum nokkuð miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu
Ef það er einhver áhugi fyrir hendi þá svara mér, irbab, eða Hkonn hér á huga. Einnig er hægt að ná í okkur í síma eða msn og það er: Hafliði: 6616697 og msn: haflilli@gmail.com
Einnig er hægt að ná í Ingva í síma: 564-6257 og Hákon í síma: 865-3-865.
._.