Þannig er mál með vexti að jólagjöfin sem littli bróðir minn átti að fá er ekki enn komin!
þetta var trommusett þar sem hann dreymir að vera trommari og keyptum við því junior sett handa honum(hann er 5 ára)..allavega þá pöntuðum við það sirka 2 vikum fyrir jól kannski solldið sein í því en okkur var sagt að við fengum það kringum jól þar sem allar sendingar sem bárust til ShopUSA væru sendar með flugi svona fyrir jólin..en nei ekkert trommusett kom og viku eftir jólin meilum við á kerlinguna hjá shopusa og þá kom í ljós að trommusettið var tínt og var því aldrei sent á stað og við sættum okkur við það og svo núna síðastliðinn fimmtudag vorum við orðin frekar pirruð á þessu og meiluðum aftur á hana og þá var það fundið og hún ætlaði að láta senda það…og svo núna rétt áðan var hún að segja að það hafði gleymst að senda það og það kæmi eftir viku!! jólagjöf í kringum 26jan..hvaða ömurlega þjónusta er þetta hjá shopusa?…vá hvað ég varð fúll fyrir hönd bróður míns..!