Grunnslög 1. Fullt slag - Er mest notað. Það hljómar ákveðið og millisterkt. ( kjuðanum lyft ca. 15 cm frá trommunni ).

2. Létt slag - Er mjög nett og veikt þar sem kjuðinn lyftist lágt frá trommunni ( ca. 3 centimetra )

3. Kraftslag / Powerstroke - Er mjög ákveðið og markvisst ( þar sem kjuðinn lyftist 90 gráður frá trommunni ).

+ Að undirbúa slag er líka mikilvægt.
Fylgjumst vel með þegar kjuðinn fer upp, hversu hátt og hvað hratt.



+ Munið að eftir því sem hreyfingar okkar eru nákvæmari og jafnari, því betur hljómar spilið hjá okkur.

Tekið úr bókinni “ Trommuleikur frá byrjun ”