Góðan dag.

Ég er að selja gítarmagnarann minn sem er af gerðinni Fender Twin Reverb '65 reissue.

Þetta er besti magnari sem ég hef á ævi minni prófað og ég hef prófað fuuuuuuuuuullt af allskyns lampa og solid state mögnurum. Hann sándar gjörsamlega himneskt.

Magnarinn var keyptur 2003 og er í toppástandi. Ég skipti um lampa síðast liðið sumar, keypti JJ Electronics lampa í staðinn og sándið varð ennþá betra fyrir vikið.

Þetta er semsagt 85watta lampa magnari með fjórum 6l6 lömpum og sex lampa formögnurum. Tvær 12" keilur, spring reverb og vibrato rás.

Þeir sem þekkja til vita hversu ruglaður magnari þetta er.

Nú kann það að koma spánskt fyrir sjónir að ég sé að selja magnara sem ég kalla best sándandi magnara en ástæðan er einfaldlega sú að þessi magnari er of kraftmikill fyrir mig. Ég er mikið að taka upp heima í herberginu mínu og vantar þess vegna kraft minni magnara. Ef að ég byggi í einbýlishúsi myndi ég ekki selja þennan magnara.

En ef þið hafið áhuga skulið þið senda mér e-mail á finnurbob@gmail.com

Ég set 110.000 krónur á magnarann sem er ekki neitt fyrir þennan toppástands magnara með nýjum lömpum. Þegar ég verslaði þennan magnara í hljóðfærahúsinu var ásett verð 186.500 (hefur eflaust lækkað eitthvað, þar sem að hljóðfærabúðir á íslandi hafa verið að lækka verðin sín upp á síðkastið)

Footswitch fylgir f. reverb og vibrato.


Tenglar:

Um JJ Lampa:
http://www.eurotubes.com/euro-h.htm

Af fender.com
http://www.fender.com/products/search.php?partno=0217300000

Myndir:
http://www.fender.com/products/prod_images/amplifiers/0217300000_xl.jpg

Ég og magnarinn í bakgrunn (fann engar almennilegar myndri af magnarnum mínum):
http://pic1.picturetrail.com/VOL1130/4071642/8983744/124031774.jpg