Ég legg það nú ekki í vana minn að nöldra yfir könnunum en nú bara get ég ekki annað. Þessu er náttúrulega beint aðallega til huganotandans “Trommari” sem sendi þessa könnun inn.

Skil ekki alveg afhverju fólk sendir inn kannanir en nennir svo ekki að vanda sig við gerð þeirra. Auðvitað er þeim frjálst að setja þá valmöguleika sem þeim dettur í hug inní sína könnun, en þegar (núna) 28 notendur hafa tekið þátt og tæp 20% hafa valið valmöguleikan “Annað” þá efast ég um að könnuninn sé að þjóna sínum tilgangi og sé farin að missa marks.

Það sem ég vill meina er að þarna vantar tegundir sem eru hvað algengastar og stærstar. Mér finnst bara að fólk þurfi aðeins að vita hvað það er að kanna áður en að það sendir inn könnun. Í þessari könnun eru nöfn eins og PowerBeat, Mapex og Pacific (alls ekki að gera lítið úr þeim nöfnum) en svo vantar Gretsch, Sonor og Yamaha sem eru allt stór merki.

Merki sem vantar

Tónastöðin - Gretsch
Tónastöðin - Sonor
Hljóðfærahúsið - Yamaha
Og svo Verve, DDrum og Taye (ekki umboð á Íslandi svo að ég viti)

Þetta er það sem mér datt í hug á stuttum tíma og án þess að kannan þetta mál neitt sérstaklega. Örugglega fleiri merki sem hafa gleymst þarna.

En allavega… varð bara að losa. Takk fyrir ef þið nenntuð að lesa þetta og gerið það (þó það væri ekki nema bara fyrir mig) að vanda aðeins til verks ef þið ætlið að ná árangri í að kanna eitthvað hér á huga. :)