Jæja, nú er komið að því að selja gripinn, hann hefur þjónað mér vel þann tíma sem ég hef átt hann og hef ég aldrei lent í veseni með hann

Þetta er sem sagt Line 6 Spider II magnari með 2x12“ keilum og er sitthvor keilan 75w og 8 ohm og er hann þá samanlagt 150w.

Magnarinn er útbúinn 4 rásum og er hægt að ”seiva" stillingarnar sínar inná þær, það er síðan hægt að flakka á milli þeirra með footpedalnum.

Ég hef verið að spila með öðrum og hef aldrei verið í vandræðum með það að magnarinn hafi ekki nógu hátt ;) þannig að það er ekki vandamál.

Stillingar á magnaranum eru fjölmargar og verð ég að viðurkenna að ég hef ekki einusinni notað þær allar.

Það eru 2 stillingar fyrir hverja tegund og eru tegundirnar eftirfarandi:

Clean
Twang
Blues
Crunch
Metal
Insane

Sem sagt 6 mismunandi tegundir.

Eins og áður kom fram hef ég aldrei lent í vandræðum með þennan magnara og hef ég alltaf fundið viðeigandi tón fyrir þau lög sem ég spila, ég hérumbil fullyrði að það er hægt að nota hann í allar tegundir tónlistar.

Uppsett verð er 40.000 kr en ykkur er auðvitað velkomið að koma með tilboð.

Ég er staðsettur á Akureyri þannig að það gæti bæst við smá sendingarkostnaður ofan á verðið, en það er hægt að semja um það.

Þið getið haft samband í síma 864-8823 (Björn), á msn bjossi_9@hotmail.com , í e-mail bjorntb@gmail.com eða einfaldlega í hugapósti.

Ég á ekki myndir af magnaranum og pedalnum mínum en ég fullyrði að þeir eru í góðu ásigkomulagi.

Magnari: http://www.line6.ru/x/spiderII212.jpg
Pedall: http://images.amazon.com/images/P/B0002Q2DE8.01-A102741HTMO4U3._SCMZZZZZZZ_.jpg
Kynningarmyndband fyrir magnarann: http://www.line6.com/spiderii/movies.html (ýtið á Spider II Overview)

Ef einhverjar spurningar vakna, endilega hafið samband

Takk fyrir mig
Björn Torfi Björnsson